OPEN POSITIONS

Sérfræðingur í samfélagsmiðlum

Viltu vera hluti af sterku markaðsteymi sem starfar á alþjóðamarkaði?

BIOEFFECT leitar að sérfræðingi í samfélagsmiðlum. Markmið starfsins er að stuðla að vexti og ímynd vörumerkisins BIOEFFECT á alþjóðamarkaði með nýtingu samfélagsmiðla.

Helstu verkefni og ábyrgð

  •  Umsjón yfir öllum samfélagsmiðlum fyrirtækisins
  •  Hugmyndavinna og efnissköpun
  •  Greiningarvinna og eftirfylgni
  •  Samskipti við viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Minnst tveggja ára strarfsreynsla af nýtingu samfélagsmiðla í stafrænni markaðssetningu
  • Reynsla af Facebook Business Manager, Creator studio og sambærilegum markaðstólum
  • Hugmyndaauðgi og gott auga fyrir efnissköpun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og ritfærni
  • Skipulagshæfni
  • Frumkvæði í starfi

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send í gegnum heimasíðu Alfreðs  fyrir 4. október 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Magnúsdóttir, mannauðsstjóri ORF Líftækni, harpa.magnusdottir@orfgenetics.com

--------------------------------------------------------

Um BIOEFFECT

BIOEFFECT er íslensk húðvörulína, stofnuð fyrir 10 árum af íslenskum vísindamönnum í kjölfar þess að þeir uppgötvuðu aðferð til að framleiða EGF prótein í byggplöntum. Byggið er ræktað í hátæknigróðurhúsi félagsins í Grindavík. Innblástur BIOEFFECT er sóttur í hreina íslenska náttúru. Styrkleiki húðvaranna byggir á hreinleika, fáum innihaldsefnum og virkni. Húðvörurnar eru seldar um allan heim og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir virkni og gæði. BIOEFFECT er í eigu ORF Líftækni.