OPEN POSITIONS

Rekstrarstjóri hátæknigróðurhúss - Grindavík

ORF Líftækni hf. auglýsir eftir stjórnanda til að leiða starfsemi hátæknigróðurhúss félagsins í Grindavík. Um er að ræða starf sem snýr að daglegum rekstri gróðurhússins, skipulagningu verkefna, daglegri stjórnun starfsmanna og beinni þátttöku í þeim verkefnum sem þarf að sinna í húsinu.

Gróðurhúsið er vist­vænt 2.000 fer­metra há­tækni gróður­hús sem nýt­ir jarðvarma, ís­lensk­an vik­ur og hreint, ís­lenskt vatn til þess að rækta bygg­plönt­ur, en húsið get­ur hýst allt að 130 þúsund bygg­plönt­ur á sama tíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Starfsmannastjórnun
 • Skipulagning verkefna
 • Undirbúningur húsnæðis fyrir ræktun
 • Tryggja nauðsynleg aðföng og aðstöðu
 • Plönturæktun 
 • Umsjón með almennu viðhaldi og þrifum
 • Önnur almenn gróðurhúsastörf
Menntunar- og hæfniskröfur
 •  Menntun sem nýtist í starfi
 •  Marktæk reynsla af gróðurhúsastarfi kostur
 •  Reynsla af starfsmannastjórnun
 •  Áhugi á plöntum og starfi í gróðurhúsi
 •  Nákvæmni og samviskusemi
 •  Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
 •  Lipurð í mannlegum samskiptum og góðir samstarfshæfileikar