Open positions

SÖLU- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

ORF Líftækni hf. óskar eftir að ráða ábyrgan og úrræðagóðan einstakling í starf sölu- og þjónustufulltrúa BIOEFFECT húðvara félagsins.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem snúa að BIOEFFECT húðvörulínu félagsins. Helstu verkefni sölu- og þjónustufulltrúa eru samskipti og þjónusta við erlenda viðskiptavini, dreifiaðila, vöruhús og erlendar verslanakeðjur, bókanir, og tiltekt pantana og sendinga ásamt fleiri tilfallandi verkefnum sem koma upp.

Viðkomandi þarf að hafa:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á ensku er skilyrði
  • Þekking á Excel töflureikni og NAV bókhaldskerfi er æskileg
  • Snyrtimennska

Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2018

Nánari upplýsingar um störfin veita Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.