Open positions

Forstöðumaður tækja- og eignaumsýslu

ORF Líftækni hf. leitar að úrræðagóðum forstöðumanni tækja- og eignaumsýslu hjá félaginu sem gert er ráð fyrir að þróist á næstu árum yfir í hóp sem sinnir viðfangsefninu.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, geta haft umsjón með og stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að tæknimálum og framkvæmdum á vegum félagsins og hafa þekkingu og einurð til að ganga í verkin og klára þau.

Starfslýsing:

Starfið felur í sér samstarf við framkvæmdastjóra framleiðslusviðs við að leiða vinnu sem snýr að sjálfvirknivæðingu sviðsins og viðhaldi á tækjakosti félagsins. Einnig felst í starfinu að hafa umsjón með framkvæmdum og viðhaldi á fasteignum félagsins. Leita þarf tilboða í verk, greina þau ásamt framleiðslustjóra og fjármálastjóra og hafa umsjón með verktökum og þeim verkefnum sem þjónustuaðilar sinna fyrir félagið. Tækja- og eignaumsýsla heyrir undir framleiðslusvið félagsins.    

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Tækniþekking
  • Verkþekking
  • Þekking á verkefnastjórnun
  • Skipulagshæfni
  • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Snyrtimennska

Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send í gegnum heimasíðuna Alfreð (www.alfred.is)  fyrir dagslok 2. apríl 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Magnúsdóttir í síma 591-1590.

ORF Líftækni er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir vörur sem byggja á lífvísindum, m.a. BIOEFFECT húvörur sem seldar eru á Íslandi og erlendis og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir virkni sína og hreinleika.

Hjá ORF Líftækni starfar fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi bakgrunn, reynslu og þekkingu. ORF Líftækni leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir konur jafnt sem karla. Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.  

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.