FJÁRMÁLASTJÓRI

ORF Líftækni hf. leitar að drífandi, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins. Um er að ræða lykilstöðu innan ört vaxandi, alþjóðlegs þekkingarfyrirtækis.

STARFSLÝSING:

 • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum viðfangsefnum fjármálasviðs
 • Almenn fjármálastjórn og umsýsla
 • Áætlanagerð og samþætting verkferla
 • Fjárhagsgreiningar og fjárhagsleg skýrslugerð
 • Innleiðing og umbætur á fjárhagskerfum
 • Umsjón og eftirlit með fjármálum innlendra og erlendra dótturfélaga
 • Þróun og eftirfylgni annarra sérverkefna

HÆFNISKRÖFUR:

 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 • Góð þekking á reikningshaldi og áætlanagerð
 • Reynsla af fjármálastjórn á samstæðugrunni
 • Góð þekking á Microsoft Dynamics NAV og öðrum fjárhagskerfum
 • Geta til að setja sig hratt inn í fjölbreytt viðfangsefni
 • Greiningarhæfni ásamt færni til að setja upplýsingar fram á skýran hátt
 • Drifkraftur og færni í mannlegum samskiptum
 • Færni í ensku og íslensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Magnúsdóttir, mannauðsstjóri ORF Líftækni, í síma 591-1590 eða í gegnum netfangið harpa@orf.is. Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send á sama netfang fyrir dagslok 18. júní nk.

ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. ORF líftækni hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hjá fyrirtækinu starfa nú ríflega 70 manns.

Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.